Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Opna valmynd Loka valmynd
 
Auglýsing í haus
Framleiðsla og hönnun saumastofunnar er algjörlega íslensk.
Framleiðsla og hönnun saumastofunnar er algjörlega íslensk.
Atvinnulífiđ | 05. nóvember 2011 - kl. 11:06
Saumastofan Íris ehf. á Skagaströnd
Framleiðsla og hönnun saumastofunnar er algjörlega íslensk

Saumastofan Íris ehf. framleiðir fatnað fyrir atvinnulífið, til dæmis í heilbrigðisþjónustu, matvælavinnslu og fiskvinnslu.
 
Saumastofan Íris ehf. á að baki langt og farsælt starf fyrir viðskiptavini sínu enda  hefur hún að stofni til verið starfandi í meira en  40 ár.
 
Framleiðsla og hönnun Saumastofunnar er algjörlega íslensk, unnin af fagfólki á Skagaströnd.

Eigendur Saumastofunnar Írisar ehf. eru Sólveig Róarsdóttir og Fjóla Jónsdóttir.
 
Saumastofan var stofnuð á Akureyri fyrir tæpum fjörtíu árum og var nafn hennar Íris fatagerð. Stofnendur hennar voru Jón Tryggvason, sem nú er látinn, og eiginkona hans Inga Skarphéðinsdóttir. Reksturinn var alla tíð í styrkum höndum þessara heiðurshjóna og fyrirtækið ávann sér traust og virðingu viðskiptavina sinna fyrir góða þjónustu.
 
Eftir lát Jóns, var fyrirtækið selt til Skagastrandar og tóku nýjir eigendur við því árið 2005.
 
Fjóla Jónsdóttir hefur áratuga reynslu í fataframleiðslu, hönnun og saumaskap hjá ýmsum fyrirtækjum. Segja má að fátt komi henni lengur á óvart, hún leysir einfaldlega fljótt og vel úr þeim verkefnum sem rata á hennar borð.
 
Sólveig Róarsdóttir er menntaður klæðskeri, rak lengi sitt eigið verkstæði sem nefndist Sveinninn og hefur einnig starfað hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum í fataiðnaði. Sömu sögu er að segja með hana, þekking hennar og reynsla er víðfeðml.

Saumastofan hefur aðsetur að Oddagötu 22 á Skagaströnd.

Heimildir: heimasíða Írisar ehf og n4.is

Hérna er viðtal sem fréttavefurinn n4.is á Akureyri tók við eigendur saumastofunnar Íris á Skagaströnd:Kristján
 
 

Leiguhúsnæði

Opnađu síđuna í símanum Opnađu síđuna í símanum
Opnađu síđuna beint í símann međ ţví ađ taka mynd af kóđanum.
0.02 sek.