Fyrri mynd
Nćsta mynd
...
Opna valmynd Loka valmynd
 
Auglýsing í haus

Vísur og ljóð

Þeir sem vilja senda vefnum línu eða láta birta vísur eða ljóð,sendi það í tölvupósti.

Þetta er nýr texti við lag Vilhjálms Vilhjálmss. söknuður:

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Höf. ókunnur).

Bréf til síðunnar:
Þegar ég var ungur heyrði ég eftirfarandi sögu sem þið þekkið kannske en læt fara hér..
Einhvertíma var sagt við Andrés Björnsson eldri að ekki væri hægt að gera vísu sem ekki væri hægt að heyra að þar væri vísa á ferð.
Andrés mun þá hafa sagt: 

" Það er hægt að hafa yfir heilar bögur / án þess rímið þekkist - þegar / þær eru nógu alþýðlegar." 
Haraldur N. Kristmarsson.


"Auðséð er, að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum." 
                 Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði

Vefir sem innihalda vísur og ljóð:

Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Kvæðamannafélagið Iðunn
Bragfræðivefur Halls
Bragfræði Jóns Ingvars
Ferskeytlan
Ljóð.is


Þegar sjallar í Reykjavík voru að vesenast í Villamálunum og gátu ekki tekið á þeim, kvað Rúnar þessar vísur:
 
Vilja í engu vaxta móð,
Villa burtu spyrna,
aðeins þjóna gegn og góð
Gísli og Hanna Birna.
 
Þeirra táp er þannig heft,
þoka slík í vitum,
að þau geta ekki keppt
eftir stórum bitum !
 
 En svo var loks tekið á þeim vanda - að því er virðist:
 
Slyðruorðið af sér ráku
íhaldsmenn í Reykjavík.
Sáu að með svartri kráku
síst var ferðagæfan rík.
 
Oddvitinn sem áður lafði
undan loks í málum gaf.
Enda vitað að hann hafði
alveg leikið sig í kaf !
 
Um hlerunarmálin yrkir Rúnar eftirfarandi vísur:
 
Kalda stríðið keyrði allt
kerfið bak við tjöldin.
Skynsemin í skítinn valt,
skelfing fór með völdin !
 
Heilabú til hægri snauð
hræðslu þuldu málið.
Alls staðar var ógnin rauð
eins og vítisbálið !
 
Öðru fólki að hlera hjá
helst var sagt til varnar.
Þóttu skapa þjóðar vá
Þórhildur og Arnar !!!

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.

Rúnar Kristjánsson hefur sett saman vísur í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar,þar sem hann biður þess meðal annars,að vinstri öflin haldi velli

Hundrað ára er Hafnarfjörður,
honum ég sældar bið.
Af kynslóða höndum glæstur gjörður
með gæfuna sér við hlið.
 
Ætíð þar sagan sigurgefna
sjáist um opnar dyr.
Hægri aflanna hentistefna
hljóti þar aldrei byr.
 
Haldi þar velli vinstri gæði
með vökula og ljósa sýn.
Getum við ekki beðið þess bæði
í bjartsýni - Rósa mín ?

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.

Ort að gefnu tilefni
Í tilefni skrifa Rósu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem deilir á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði.

Væri íhalds bölvuð byrði
baggakvölin þín og mín.
Rósumálið rétta yrði
rakið tel ég heim til sín.
Hentistefna í Hafnarfirði
hægri mönnum enn er brýn.
Önnur hugsun - vænni að virði
vinstri leiðum yfir skín.

Fólkið á að fá að kjósa
frjálst og glatt í sinni önd.
Annars deilur illar gjósa
upp sem flétta hatursbönd.
Alltaf verður leiðin ljósa
lýðræði með efnin vönd.
Þar eru ekki þyrnar rósa,
- þar eru blóm í vinstri hönd.

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.

Mugabe

Græðgi í völd og fíkn í fé

fárleg meinin herðir.

Margir eins og Mugabe

míga á fyrri gerðir !

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.


Forsetakosningar í USA

Barack og Hillary berjast enn,
brölta upp valdastrýtu.
Úrslitin koma sjálfsagt senn
í svörtu gervi eða hvítu!

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.


Hérna eru hér vísur sem Rúnar orti um gaflarann Sigurjón á Garðari.
Þær hafa hvergi birtst fyrr:
 
Fór með krafti um fiskislóð
flestum sóknarharðari.
Sæmdarvakt með sanni stóð
Sigurjón á Garðari.
 
Gaflara og góðan dreng
geymir sagan skráða.
Íslenskan í innsta streng,
öruggan til dáða.
 
Slíkir fylltu stund og stað
stórum kostagreinum.
Svo að þjóðar þroskahlað
þreifst á anda hreinum.
 
Breytt er nú um sóknarsvið,
sækir tregi að þanka.
Landi og þjóð ei gefa grið
gulldrengir í banka.
 
Vantar nú hinn sterka streng,
stóran kraft og funa.
Garðarsmann og góðan dreng
gott er þá að muna.

Höfundur Rúnar Kristjánsson,Skagaströnd.

Að botninn væri í Borgarfirði
bagi þótti í gömlum sögum.
En haf´ ann suður í Hafnarfirði
hentugt þykir nú á dögum.

Höfundur:
Bjarni Ásgrímur Jóhannsson kennari, Víðilundi, Skag.

Heimild:
Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
.

Ef að dvínar eldurinn
undir lyga - Merði,
skaltu kaupa kölski minn,
kol í Akurgerði.

Höfundur:
Andrés Johnson , Ásbúð, Hafnarfirði. (Örvar -Oddur) f.1885 - d.1965
prenta Prenta grein
    
 
 

Leiguhúsnæði

Opnađu síđuna í símanum Opnađu síđuna í símanum
Opnađu síđuna beint í símann međ ţví ađ taka mynd af kóđanum.
0.01 sek.